Hækkar um hálfan metra á dag í Hálslóni

karahnjukarVatnsyfirborð í Hálslóni hækkar um hálfan metra á dag en miklar leysingar eru á vatnasviðið þess. Útlit er fyrir að ekki þurfi að minnka álframleiðslu á Reyðarfirði vegna orkuskorts.

Í frétt á vef Landsvirkjunar kemur fram að á fimmtudaginn var hafi loks farið að hækka í lóninu eftir samfellda lækkun síðan í september.

Lægst fór lónið í um 570 metra yfir sjávarmáli á þriðjudaginn fyrir viku. Það er um tíu metrum neðar heldur en á fyrri rekstrarárum Kárahnjúkavirkjunar.

Mikill snjór er á vatnasvæðinu en hann hefur bráðnað nokkuð í hlýindum síðustu daga. Búist er við að hratt hækki í lóninu næstur vikur ef hlýindin haldast.

Fyrir um mánuði síðan sendi Landsvirkjun frá sér viðvörun þar sem staðan í miðlunarlóninu var mun verri en spáð var. Af þeim sökum var hætta á að orkuskortur frá Fljótsdalsstöð yrði til þess að Alcoa Fjarðaál yrði að draga úr álframleiðslu.

„Í ljósi batnandi stöðu í Hálslóni nú mun ekki þurfa að grípa til boðaðra skerðinga,“ segir í fréttinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar