Krapaflóð í Bessastaðaá: Áin flæðir yfir tún

bessastadaa flod 0015 webStórt krapaflóð fór niður Bessastaðaá í Fljótsdal í dag eftir að krapastífla brast í Fljótsdalsheiði. Vatn flæðir yfir tún á bæjunum Eyrarlandi og Bessastaðagerði.

Áin breiðir úr sér yfir túnin. Bændur höfðu skömmu áður smalað kindum af svæðinu af ótta við að flóð kæmi í ána.

Heyrúllur flutu upp og hestar frá ysta bænum á svæðinu milli Bessastaðaár og Hengifossár, Melum, eru á einskonar eyju í ánni en hafa það annars gott.

Ár og lækir í Fljótsdal eru kolmórauð og í miklum ham. Töluverður snjór er enn í Fljótsdalsheiði en hefur minnkað mikið í hlýindum síðustu daga.

bessastadaa flod 0023 web

bessastadaa flod 0019 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar