Krapaflóð í Bessastaðaá: Áin flæðir yfir tún
Stórt krapaflóð fór niður Bessastaðaá í Fljótsdal í dag eftir að krapastífla brast í Fljótsdalsheiði. Vatn flæðir yfir tún á bæjunum Eyrarlandi og Bessastaðagerði.Áin breiðir úr sér yfir túnin. Bændur höfðu skömmu áður smalað kindum af svæðinu af ótta við að flóð kæmi í ána.
Heyrúllur flutu upp og hestar frá ysta bænum á svæðinu milli Bessastaðaár og Hengifossár, Melum, eru á einskonar eyju í ánni en hafa það annars gott.
Ár og lækir í Fljótsdal eru kolmórauð og í miklum ham. Töluverður snjór er enn í Fljótsdalsheiði en hefur minnkað mikið í hlýindum síðustu daga.