Fjöldi ferðamanna á Austurlandi: Flest tjaldsvæði full

tjaldsvaedi egs 100713 0005 webMikil aðsókn hefur verið að austfirskum tjaldsvæðum síðustu daga og ferðamannastöðum enda einmuna veðurblíða í fjórðungnum.

Varla sást í auðan grasblett fyrir tjöldum, hjólhýsum og húsbílum á tjaldsvæðunum í Hallormsstað í dag. Þá voru stæðin við sundlaugar fjórðungsins mjög þéttskipaðar.

Mestur hiti á landinu í dag mældist á Egilsstaðaflugvelli, 26,1°C og 26°C sléttar á Hallormsstað. Þá var einnig hlýtt á fjöllum, rúmar 23 gráður á Jökuldalsheiði, Vopnafjarðarheiði og í Möðrudal.

Spáð er áframhaldandi hlýindum á morgun en örlítilli vætu. Áfram er spáð sunnanvindum um helgina en heldur kólnar í veðri. Á mánudag er spáð norðanátt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar