Breiðdalshreppur: Ekki forsendur fyrir rekstri í óbreyttri mynd

breiddalsvik1 ggRúmlega 25 milljóna króna tap varð af rekstri Breiðdalshrepps á síðasta ári. Sveitarfélagið stendur illa og ekki virðast forsendur fyrir rekstri þess nema til aðgerða verði gripið.

Þetta kemur fram í bókun hreppsnefndar eftir að aðalreikningur ársins 2012 var lagður fram. Fjármagnsliðir vega þungt í taprekstrinum en eigið fé A og B hluta hreppssjóðs er neikvætt um 60,5 milljónir króna.

Í bókuninni segir að ljóst sé að fjárhagsstaða hreppsins sé þröng og „forsendur fyrir rekstri í óbreyttri mynd“ séu „ekki fyrir hendi.“

Því hafi sveitarstjórnin hafið vinnu sem miði að því að meta hvernig sveitarfélagið geti staðið við skuldbindingar. Sjái sveitarstjórnin ekki fram á að geta staðið við þær ber henni að leita til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga í samræmi við sveitarstjórnarlög.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar