Gestamet slegið í Selárdalslaug

SelárdalslaugGestamet var slegið í sundlaug Vopnfirðingar í Selárdal í lok júlí. Vikuna 22. – 28. júlí komu þangað 879 gestir.

Frá þessu er greint á vef Vopnafjarðarhrepps. Eldra met mun hafa verið sett í sömu viku fyrir tveimur árum þegar rúmlega 800 manns stungu sér í laugina.

Gott veður í júlí mánuði hafi þau áhrif að fjöldi ferðamanna sótti Austurland heim. Afleiðingarnar voru þær að þétt var skipað í flestum sundlaugum fjórðungsins.

Mynd: Magnús Már Þorvaldsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar