Réðist inn á heimili lögreglumanns og hótaði heimilisfólki lífláti

logreglanKarlmaður réðist inn á heimili lögreglumanns í umdæmi lögreglustjórans á Seyðisfirði í gærkvöldi. Hann hótaði heimilisfólki meðal annars lífláti áður en hann hafði sig á brott.

„Hann fer að heimili lögreglumannsins, hótar heimilisfólkinu meðal annars lífláti og öllu illu,“ staðfesti Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði í samtali við Austurfrétt.

Lögreglumaðurinn var einn á vakt í umdæminu sem nær frá Vopnafirði í norðri til Seyðisfjarðar í suðri. Hann var ekki heima þegar innrásin átti sér stað.

„Það breytir ekki alvarleika málsins þótt hann hafi ekki verið heima,“ segir Jónas.

Rannsóknardeild Lögreglunnar á Eskfirði rannsakar málið í samvinnu við lögregluna í Seyðisfjarðarumdæmi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar