Opið málþing um austfirsk málefni: Tímabær naflaskoðun um lykilforsendur hagsældar á Austurlandi

sigmundur david feb13Málþing um lykilforsendur hagsældar á Austurlandi verður haldið á Egilsstöðum um næstu helgi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, verður á meðal framsögumanna á þinginu.

Það eru samtökin Landsbyggðin lifi (LBL) og Framfarafélag Fljótsdalshéraðs (FF) sem standa fyrir málþinginu en framfarafélagið er eitt af aðildarfélögum LBL.

Málþingið var áður auglýst í Brúarási á laugardag en vegna óhagstæðs veðurútlits hefur því verið frestað um einn dag og flutt yfir á Hótel Hérað. Málþingið hefst klukkan 11:00 og stendur til 15:30.

Yfirskrift málsþingsins er „Tímabær naflaskoðun um lykilforsendur hagsældar á Austurlandi: Stóraukin samstaða og spurningin um tilkomu lýðræðislegrar sjálfstjórnar um eigin málefni í fjórðungnum í heild“ en þar verður sérstök áhersla lögð á samgöngumál.

Dagskrá:
„Mikilvægi samvinnunnar: Tækifæri og framfarahorfur á Austurlandi“
- Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og 1. þingmaður NA-kjördæmis.
Skógræktarmál á Austurlandi:
„Hugleiðingar skógarbónda um nútíð og framtíð“
- Lárus Heiðarsson, skógarbóndi og ráðunautur í skógrækt
Samgöngumál á Austurlandi:
I: „Bættar samgöngur styrkja byggð og auka jafnrétti til búsetu“
- Guðrún Katrín Árnadóttir, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði og í stjórn Samganga;
II: „Egilsstaðaflugvöllur – grundvöllur tækifæra“
- Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia

Að loknum hádegisverði fara fram umræður um erindi málþingsins. Þátttaka í málþinginu er frí og öllum opin.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar