Langhlýjast á Austurlandi í ágúst

IMG 9185 webSumarið, sem virðist vera að renna sitt skeið á enda, er með þeim hlýjustu sem mælst hafa á Austurlandi. Austurland skar sig úr í hitatölum í nýliðnum ágústmánuði.

Sumarið er hið sjötta hlýjasta á Egilsstöðum síðan samfelldar mælingar þar hófust árið 1954. Meðalhitinn í júní-ágúst var 10,9 stig, 1,4 fyrir ofan meðallagið 1961-1990 og 0,8 stigum fyrir ofan meðallag síðustu tíu ára.

Meðalhitinn á Egilsstöðum í ágúst var 10,3 stig, 9,8 stig á Dalatanga og 10,12 stig á Teigarhorni. Mánuðurinn er með þeim betri sem mælst hefur á tveimur síðarnefndu stöðunum en mánuðurinn var almennt frekar kaldur miðað við síðustu ár á landinu, annars staðar en á Austurlandi að því er fram kemur í veðuryfirliti Veðurstofunnar fyrir ágústmánuð.

Meðalhitinn var hæstur á Skarðsfjöruvita og í Neskaupstað, 10,7 stig. Lægstur var hann á Brúarjökli, 3,0 stig. Á láglendi var mánaðarmeðalhitinn lægstur 7,6 stig í Möðrudal. Hitinn komst aðeins sjö daga mánaðarins í 20 stig.

En ágúst var líka kaldur á Austurlandi. Þann 5. ágúst mældist hitinn á Gagnheiði -1,6 stig er það lægsti hiti sem mælst hefur þennan dag mánaðarins á landinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar