„Göng eingöngu til Seyðisfjarðar og Neskaupstaðar leysa ekki vanda mið-Austurlands“

gudrun katrin arnadottir samgongHorfa verður heildsætt til þess sem eflt getur samfélagið á Austurlandi þegar stefna í samgöngumálum á svæðinu er mótuð. Efla þarf fjölbreytni og samgöngur til að styrkja það sem atvinnusvæði.

Þetta er mat Guðrúnar Katrínar Árnadóttur, formanns Samganga – samtaka áhugafólks um jarðgöng á mið-Austurlandi, sem hún lýsti í erindi sínu á málþingi samtakanna Landsbyggðin lifi á Egilsstöðum á sunnudaginn var.

Samtökin hafa barist fyrir jarðgöngum sem tengist saman mið-Austurland Neskaupstað-Eskifjörð-Mjóafjörð-Seyðisfjörð og Fljótsdalshérað.

„Við bentum ítrekað á að eitt byggðalag yrði ekki byggt upp á kostnað annars. Því miður tókst okkur ekki alveg sem skildi í þeim efnum. Sum byggðarlög mættu til dæmis taka meira tillit til nágranna sinna en þau gera í dag,“ sagði Guðrún.

„Ef okkur hefði auðnast að láta þennan draum okkar hjá verða að veruleika þá væri hér allt annað samfélag en nú er. Fólk gæti búið á einum stað og unnið á örðum . Það yrði allt önnur félagsleg heild hér sem ég vona að ég fái að sjá einhvern tíma í framtíðinni.“

Þarf ekki að bæta samgöngur við sjúkrahúsið úr báðum áttum?

Með því að tengja saman þessi byggðalög fengist byggðarkjarni með 8-9000 íbúum. Hann yrði sá þriðji stærsti á landinu. Ekki yrði nema tuttugu mínútna akstur á milli staða.

„Það ætti að vera öllum ljóst að þrátt fyrir að þetta sé risastórt verkefni þá er það um leið gríðarlega mikilvægt og arðsamt fyrir Austurland. 


Það þarf til dæmis að huga að framtíð Fjórungssjúkrahússins. Er boðlegt að hafa það þar sem það er án þess að bæta samgöngur þangað frá báðum áttum. Hvað kostar að leggja slíka stofnun niður á einum stað og flytja hana á annan innan sama fjórðungs.“

Voru Austfirðingar óssammála?

Hún segir ráðamenn hafa sagt Austfirðinga ósammála um forgangsröðun í vegamálum. Það hafi komið í veg fyrir heildrænar jarðgangaframkvæmdir á svæðinu. Hún veltir því samt hvort þær innbyrðis deilur hafi verið búnar til svo hægt væri að slá verkinu á frest.

Meðan ég var formaður SAMGANGA var ég í töluverðum samskiptum við stjórnvöld. Ég rak mig því miður allt of oft á það bæði hjá þingmönnum, ráðherrum og samgönguyfirvöldum að þeir báru ósamlyndi okkar Austfirðinga fyrir sig þegar þessi hugmynd var rædd við þá.

Stundum læðist að mér sú hugsun að ráðamenn þjóðarinnar búi þennan ágrenning til í þeim tilgangi að slá hugmyndinni á dreif. Svo hægt sé að segja hið klassíska: „það verður að vera samstaða meðal ykkar í fjórðungnum til að útbætur nái fram að ganga.“

Unga fólkið hreyfanlegra en áður

Guðrún Katrín segir að þótt sjávarútvegurinn sé afar öflug atvinnugrein búi hann ekki til mörg ný atvinnutækifæri. Fjölbreytni þurfi í atvinnulífið til að fá heim ungt fólk úr sérfræðinámi. Það velji sér einnig síður einn vinnustað og starfi þar til æviloka heldur en áður.

„Til að laða ungt fólk að Austurlandi verða að koma til stórbættar samgöngur. Nútíminn gerir kröfur á það. Bættar samgöngur og fjölbreitt atvinnutækifæri skipta samfélög sköpum.

En það er líka staðreynd að göng eingöngu til Seyðisfjarðar og Neskaupstaðar leysa ekki þann vanda sem steðjar að samfélaginu mið- Austurlandi í heild sinni.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar