Aðalfundur SSA á Eskifirði: Tillaga um breytta kjördæmaskipan

valdimar o hermannsson 2011Aðalfundur Aðalfundur SSA 2013 var settur í dag. Hann er haldinn í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði. Fundurinn stendur í tvo daga. Á fundinum eiga seturétt fulltrúar allra 8 sveitarfélaganna sem eru aðilar að Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi. Fyrir fundinum liggja allmargar tillögur að ályktunum sem teknar verða til umræðu í málefnahópum.

Fyrir fundinum liggur m.a. tillaga um að Norðausturkjördæmi verði skipt upp og nýtt Austurkjördæmi verði til á starfssvæði SSA. Þá má einnig búast við að umræður um almenningssamgöngur verði áberandi, sem og umræður um áherslur og forgangsröðun í vegamálum.

Flestir þingmenn kjördæmisins sitja fundinn og flytur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og 1. þingmaður kjördæmisins ávarp ásamt fulltrúa innanríkisráðuneytisins.

Björg Björnsdóttir, nýr starfsmaður Austurbrúar og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ munu flytja erindi undir yfirskriftinni "Af hverju Austurland?". Þá munu Þóroddur Bjarnason stjórnarformaður Byggðastofnunar og Janne Sigurðsson forstjóri Alcoa-Fjarðaál greina frá sinni sýn um hvernig má laða fólk til búsetu á Austurlandi.

Aðalfundinum lýkur seinnipartinn á morgun, en í kvöld munu fulltrúar og gestir sitja hátíðarkvöldverð í Félagslundi á Reyðarfirði þar sem m.a. verða veitt menningarverðlaun SSA.

 Mynd: Valdimar O. Hermannsson er formaður stjórnar SSA

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar