Er sumarið búið? Grátt í fjöllum og 60 metra hviður í Hamarsfirði

haust 15092013 0003 webHaustið virðist gengið í garð á Austurlandi miðað við veður dagsins. Fjöllin eru grá, snjór á fjallvegum og bálhvasst á Suðausturlandi.

Í Hamarsfirði voru vindhviður upp á 64 m/s um hádegisbilið. Hviðurnar eru orðnar heldur mildari en vindhraðinn hefur verið yfir 30 m/s að meðaltali frá því um klukkan níu í morgun.

Krapi og snjóþekja er á Fjarðarheiði og Fagradal, hálkublettir á Breiðdalsheiði og þæfingur á Öxi. Snjókoma er á Vatnsskarði og ófært yfir Hellisheiði. Hálkublettir eru á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði.

Björgunarsveitin Hérað sótti í morgun bíla á Vatnsskarð og tvo á Fjarðarheiði.

Veðurstofan varar við 20-28 m/s og snörpum vindhviðum einkum á sunnanverðum Austfjörðum til hádegis á morgun. Einnig er búist við talsverðri úrkomu austast á landinu, rigningu eða slyddu í byggð og snjókomu til fjalla.

Í gær var um tólf stiga hiti og bjart yfir á mest öllu svæðinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar