Ákærður fyrir hættulega árás með álskóflu

logreglanRíkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en hann sló annan mann í höfuðið með álskóflu í átökum þeirra á Reyðarfirði í fyrra.

Í ákærunni segir að maðurinn hafi slegið hinn tvisvar sinnum í höfuðið með 1,2 kg álskóflu þannig að fórnarlambið hlaut eymsli og bólgu yfir gagnauga og bólgu í tyggingavöðva.

Árásin átti sér stað fyrir framan verslunarkjarnann Molann á Reyðarfirði aðfaranótt sunnudagsins 18. nóvember í fyrra.

Maðurinn sem varð fyrir skófluhöggunum er einnig ákærður fyrir að hafa kýlt hinn tvisvar í andlitið fyrir utan iðnaðarhúsnæði hinum megin við Búðará. Afleiðing þess var bólga í neðri vör og skurðsár á þeirri efri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar