Áætlun Strætisvagna Austurlands endurskoðuð

Ný leiðartafla til bráðabirgða fyrir Strætisvagna Austurlands (SvAust) mun taka gildi á mánudag. Þegar hafa verið gerðar breytingar á ferðum áætlunarbifreiða vegna samkomubanns og tilmæla sóttvarnalæknis.

Sama dag og samkomubannið tók gildi, mánudaginn 16. mars, var aðgengi almennings að álversrútunni takmarkað.

Undanfarið hafa verið felldar niður ferðir eftir klukkan 18, akstur í Verkmenntaskóla Austurlands og eins íþrótta- og tómstundaferðir í Fjarðabyggð sem allt er hluti af leiðarkerfinu.

Nú er svo komið að veruleg breyting hefur orðið á áætlunarflugi til og frá landshlutanum sem gerir kröfu um enn frekari breytingar, að því er fram kemur í tilkynningu frá SvAust.

Í gær var ákveðið að núverandi leiðartafla falli úr gildi frá og með næsta laugardaginn. Sett verður upp bráðabirgðarleiðatafla sem mun gilda fyrir akstur sem opinn er almenningi frá og með mánudeginum 30. mars, þar til fyrirmæli stjórnvalda er varðar samkomubann og sóttvarnir breytast.

Óskað er eftir því að þeir íbúar sem hafa verið að nota almenningssamgöngur SV-AUST og hyggjast gera það áfram næstu 3 vikur setji sig í samband sem fyrst við verkefnastjóra SV-AUST, Jódísi Skúladóttur (Sími 470-3804 / This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) svo skoða megi áhrifin af breytingunum á þeirra ferðalög.

Upplýsingar um einstakar breytingar á akstri SvAust dag frá degi má finna á Facebook-síðu SvAust.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.