Aðeins sótt um eina af sjö nýjum lóðum á Borgarfirði eystri

Einungis einn aðili sótti um lóð við Jörfa á Borgarfirði eystri þegar Múlaþing auglýsti þar alls sjö nýjar lóðir til úthlutunar í marsmánuði.

Lóðirnar nýju voru formlega auglýstar í byrjun febrúar en þar um að ræða lóðirnar Hólma-, Mikla-, Bakka-, Vörðu-, Smára- og Fjárborg auk Mýrartúns.

Var umsóknarfrestur gefinn til 18. mars síðastliðinn en aðeins barst ein umsókn. Sú var frá fyrirtækinu Bjarni byggir sem hyggst byggja fjögurra íbúða raðhús í bænum en skipulagsfulltrúi Múlaþings fyrir sitt leyti samþykkti umsóknina.

Lóðirnar sjálfar verða formlega afhentar um miðjan ágúst.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar