Ætlað að styrkja samfélagið í Breiðdal

Íbúasamtök Breiðdals voru stofnuð í gærkvöldi. Þeim er ætlað að efla samfélagið þar eftir sameiningu Breiðdalshrepps við Fjarðabyggð.

„Fundurinn í gærkvöldi var mjög góður og ágætlega mætt á hann, miðað við að hann var á mánudegi eftir þorrablót,“ segir Sigurður Borgar Arnaldsson sem sæti á í stjórn samtakanna.

Auk hans voru kosin í stjórnina Elva Bára Indriðadóttir, Benedikt Jónsson, Elís Pétur Elísson og Silja Dögg Sævarsdóttir. Stjórnin er kosin til bráðabrigða til að undirbúa aðalfund í apríl.

Félaginu er ætlað að gæta hagsmuna Breiðdælinga eftir sameiningu við Fjarðabyggð. „Við viljum búa til grundvöll fyrir Breiðdælinga til að hittast og styrkja samfélagið í Breiðdal,“ segir Sigurður Borgar.

Strax á stofnfundinum urðu talsverðar umræður um sorphirðumál í Breiðdal. Ekki gekk að fella Breiðdal inn í sorphirðu samning Fjarðabyggðar og því sér sveitarfélagið sjálft um sorphirðuna á svæðinu.

Sigurður Borgar segir Breiðdælinga hafa leitað svara á hvernig sorphirðumálum yrði háttað út árið og fengið ágæt svör frá starfsmanni Fjarðabyggðar sem hafi útskýrt stöðuna vel.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.