„Af hverju er ekki löngu búið að þessu?“

„Þetta er félag þeirra sem vilja auka sýnileika sam- og tvíkynhneigðra, pankynhneigðra, asexual, intersex, transfólks og þeirra sem upplifa sig sem hinsegin á einhvern hátt,“ segja þær Kristrún Björg Nikulásdóttir, formaður félagsins og Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir, og einn stofnenda Hinsenginfélags ME.


Sigurbjörg Lovísa og Kristrún Björg segja að markmið félagsins sé að opna umræðuna um „hinseginleikann“ og það sé þeirra von að fá einhvern til þess að koma austur með fræðslu fyrir alla þá sem hafa áhuga á því.

„Það er mjög mikilvægt að hafa eitthvað opinbert eins og þetta til að sýna hinsegin einstaklingum að samfélagið er þeim opið og að þeim verði tekið vel alveg sama hvernig hinsegin þau eru. Það stuðlar þá vonandi líka að því að ungmenni verði frekar opnari fyrr og erum við hérna til þess að styðja þá. En félagið er ekki aðeins fyrir hinsegin fólk heldur er það líka til að opna augu allra og er sérstaklega mikilvægt fyrir foreldra að hafa einhverja kunnáttu á þessum málefnum og vera opin fyrir umræðunni.“


Enginn skóli á landsbyggðinni með sambærilegt félag

Aðspurð að því af hverju sé verið að stofna félagið núna segir hún að líklega sé best að svara því með spurningunni; af hverju er ekki löngu búið að þessu?

„Þörfin er mikil og hefur alltaf verið það. Við vonumst til að loksins núna skapist smá pláss fyrir hinsegin ungmenni í samfélaginu. Pláss þar sem þau geta verið þau sjálf, eða í leit að þeim sjálfum. Við sjáum það af viðbrögðunum sem við fengum að fyrrum nemendur hefðu viljað hafa svona félag þegar þeir voru í ME, og ein af megin ástæðum þess að þetta fólk fór var að það fannst það ekki nógu velkomið hér til þess að vera það sjálft, að vera hinsegin. Auk þess má benda á að hinsegin-senan á Austurlandi er alls ekki stór, en vonandi opnar þetta félag og þessi umræða fyrir hana.

Fólk hefur verið alveg ótrúlega ánægt með þetta framtak og við höfum fengið mikið af hrósum, bæði í gegnum samfélagsmiðla frá fólki sem við þekkjum lítið sem ekki neitt, en einnig frá til dæmis kennurum í skólanum og öðru fólki í kringum okkur.“

Segja þær stöllur aðeins þrjá menntaskóla á landinu vera með sambærilegt félag, það eru, Kvennaskólinn, MH og MR.

„Hhinsegin unglingar eiga því langt að sækja frá Austurlandi í næsta félag. Hins vegar er Hin - Hinsegin Norðurland starfandi sem fræðslu og stuðnings félag þeirra á landsbyggðinni en leggur aðal áherslu á norðurland, þannig að þetta var löngu tímabært.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.