Afhentu Fjarðabyggð tvær stórar gjafir með formlegum hætti

Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) afhenti sveitarfélaginu Fjarðabyggð tvær stórar, þýðingarmiklar gjafir með formlegum hætti í síðustu viku á sérstökum fundi bæjarráðs með forsvarsmönnum félagsins. Þar um að ræða stórendurbættan knattspyrnuvöll og nýjan heitapott í Stefánslaug.

SÚN hefur verið fyrirferðamikið að bæta bæjarbrag í Neskaupstað með ýmis konar gjöfum og fjárframlögum gegnum tíðina sem nýtast bæjarbúum og gestum ekki síður en sveitarfélaginu sjálfu.

Í sumar var skipt um gervigras á knattspyrnuvellinum í bænum og ekki látið þar við sitja heldur einnig komið upp flóðljósum, upplýsingaskjá og vökvunarkerfi á eða við völlinn. Völlurinn heitir nú SÚN-völlurinn og það fundust jafnvel not fyrir gamla gervigrasið því hluti þess var gefinn Ungmennafélaginu Hrafkeli Freysgoða á Breiðdalsvík sem er að setja upp sinn eigin litla sparkvöll.

Ekki síður ljúft fyrir heimamenn og gesti er nýr heitapottur í Stefánslauginni með sérstökum glervegg sem gefur flott útsýni yfir fjöllin en samt í nokkru skjóli frá veðri og vindum.

Kostnaður SÚN vegna þessa tveggja verkefna er um 272 milljónir króna og voru sveitarstjórnarfulltrúar afar þakklátir fyrir örlæti samvinnufélagsins.  Formaður bæjarráðs, Ragnar Sigurðsson, sagði af þessu tilefni:

„Ég vil færa Samvinnufélagi útgerðarmanna í Neskaupstað okkar dýpstu þakkir fyrir rausnarlegar gjafir og styrki, sem hafa nýst vel til uppbyggingar í sveitarfélaginu. Þessi ómetanlega framlög hafa gert okkur kleift að efla æskulýðsmál og ýmis önnur verkefni sem stuðla að blómlegu samfélagi. SÚN hefur með þessu sýnt sanna samfélagsábyrgð og staðið þétt við bakið á íbúum.“

Guðmundur Rafnkell Gíslason, framkvæmdastjóri SÚN, sagðist félagsmenn SÚN ákaflega stolta af því að geta veitt sveitarfélaginu gott lið með gjöfum sem þessum.

„Við hjá SÚN eru ákaflega stolt af því að geta gefið sveitarfélaginu svona myndarlegar gjafir. Stefánslaug er heilsulynd sem fólk á öllum aldri sækir og SÚN-völlurinn verður mikil lyftistöng fyrir knattspyrnuna í Fjarðabyggð.“

Bæjarráð, bæjarstjóri auk framkvæmdastjóra og fráfarandi formanns SÚN við afhendingu gjafanna um daginn. Mynd Fjarðabyggð

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar