Eyjólfur Þorkelsson næsti framkvæmdastjóri lækninga hjá HSA
Eyjólfur Þorkelsson, sérfræðingur í heimilislækningum, mun um mánaðarmótin taka formlega við sem framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA.) Hann tekur þar upp keflið fyrir Pétur Heimisson sem er að hætta störfum.
Eyjólfur er mörgum Austfirðingum að góðu kunnur enda starfað á svæðinu í vel rúman áratug. Lengi vel sem hefðbundinn heimilislæknir bæði í Múlaþingi og Fjarðabyggð en tók jafnframt við starfi yfirlæknis í Fjarðabyggð á vormánuðum 2023.
Eyjólfur er þar með að setja sig í æði stóra skó Péturs Heimissonar, sem einnig er sérfræðingur í heimilislækningum, en Pétur hefur verið framkvæmdastjóri lækninga hjá HSA frá árinu 2014 og starfað sem heimilislæknir austanlands frá því fyrir aldamót. Vart ofsögum sagt að hann þekki velflestir íbúar í fjórðungnum.
Þetta ekki eina stóra breytingin sem er að gerast innan veggja HSA þessi dægrin. Annar reynslumikill einstaklingur, Nína Hrönn Gunnarsdóttir, sem verið hefur framkvæmdastjóri hjúkrunar síðustu árin er einnig senn að hætta störfum. Hún mun þó starfa eitthvað fram á nýja árið en staða hennar verður formlega auglýst innan tíðar.