Tímamót í augnlæknaþjónustu á Austurlandi

Um margra ára bil hefur ekki verið sjón að sjá mikla augnlæknaþjónustu á Austurlandi heldur þvert á móti hafa íbúar í fjórðungnum þurft að gera sér að góðu að halda til höfuðborgarinnar til að fá einhverja slíka þjónustu. Tímamót eru þó að verða á næstunni.

Það skýrist af samningi sem undirritaður var í vikunni milli Sjúkratrygginga Íslands, heilbrigðisráðuneytisins og Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA.) 

Sá samningur kveður á um að eftirleiðis verða augnlæknar með móttöku á Egilsstöðum fimm daga í senn allt að sjö sinnum árlega. Læknarnir munu jafnframt veita fjarheilbrigðisþjónustu gegnum nýjan búnað sem heilbrigðisstofnunin hefur fest kaup á.

Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, fagnaði þessum mikilvæga áfanga.

„Við hjá HSA höfum fundið verulega fyrir því að þjónusta augnlækna hefur vantað á svæðið og því hafa margir þurft að fara um langan veg til að fá þjónustu augnlækna og því miður margir hreinlega ekki fengið neina þjónustu af því tagi. Nú sér fyrir endann á þessu spennandi verkefni sem nú er farið í gang.“

Frá undirritun samningsins. Frá vinstri Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga, Willum Þór Þórssón, heilbrigðisráðherra og Guðjón Hauksson, forstjóri HSA.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.