Afla gagna fyrir norræna rannsóknarstofnun um byggðaþróun

Austurbrú mun eftirleiðis vinna rannsóknarvinnu í samvinnu við stofnunina Nordregio sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og sérhæfir sig í rannsóknum á byggðaþróun á Norðurlöndunum.

Tækifærin í meira samstarfi við Nordregio eru mikil og ýmsir möguleikar til framtíðarsamvinnu miklir að sögn Dagmar Ýr Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Austurbrúar, sem skrifaði undir formlegan samstarfssamning við stofnunina fyrir skömmu. Áður hafði hluti starfsfólks Austurbrúar kynnt sér starfsemi Nordregio í höfuðstöðvum þess í Stokkhólmi í vor.

Við vildum vega og meta hvort Austurbrú gæti verið Nordregio innan handar í ákveðnum rannsóknarverkefnum. Nú hefur verið gengið frá formlegu samkomulagi og samstarf Austurbrúar og Nordregio orðið formlegt með undirritun nýs verkefnasamnings. „Okkar fyrsta verkefni fæst við gagnasöfnun í verkefni sem kallast Robust Regional Preparedness þar sem íslenski hluti rannsóknarinnar snýst um gagnaöflun á Austurlandi, nánar tiltekið á Seyðisfirði og í Múlaþingi. Nordregio mun þar nota okkar gögn um félagslega seiglu í austfirskum samfélögum og við sækjum aukalega fyrir þau gögn um viðbúnað og viðbragðsáætlanir á svæðinu sem snerta náttúruvá.

Samvinnan mun styrkja Austurbrú sem öfluga rannsóknarstofnun á Austurlandi að mati framkvæmdastjórans en jafnframt aðstoða Nordregio við dreifingu upplýsinga og almenna tengslamyndun í landshlutanum.

Dagmar Ýr og Karen Refsgaard hjá Nordregio við heimsókn Austurbrúar til Stokkhólms síðasta vor. Mynd Austurbrú.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.