Áfram hámarksútsvar á næsta ári í Fjarðabyggð

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að leggja á hámarksútsvar á íbúa sveitarfélagsins á næsta ári sem verður þá 14,97% af útsvarsstofni.

Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs í gær en hámark útsvarsprósentu hækkaði á árinu úr 14,74% í 14,97% í kjölfar samkomulags ríkis og sveitarfélaganna um breytingar á fjármögnun þjónustu við fatlaða einstaklinga. Alls um að ræða 0,23% hækkun milli ára en tekjuskattar lækkuðu samhliða þeirri breytingu.

Bæjarráð vísaði samþykktinni til staðfestingar bæjarstjórnar sem kemur saman síðar í vikunni.

Á sama fundi bæjarráðs var einnig lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun sveitarfélagsins á næsta ári auk þriggja ára áætlunar Fjarðabyggðar frá 2026 til 2028. Þær áætlanir vera frekar rýndar og ræddar á næsta bæjarstjórnarfundi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.