Skip to main content

Áfram hámarksútsvar á næsta ári í Fjarðabyggð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. nóv 2024 11:27Uppfært 05. nóv 2024 11:57

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að leggja á hámarksútsvar á íbúa sveitarfélagsins á næsta ári sem verður þá 14,97% af útsvarsstofni.

Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs í gær en hámark útsvarsprósentu hækkaði á árinu úr 14,74% í 14,97% í kjölfar samkomulags ríkis og sveitarfélaganna um breytingar á fjármögnun þjónustu við fatlaða einstaklinga. Alls um að ræða 0,23% hækkun milli ára en tekjuskattar lækkuðu samhliða þeirri breytingu.

Bæjarráð vísaði samþykktinni til staðfestingar bæjarstjórnar sem kemur saman síðar í vikunni.

Á sama fundi bæjarráðs var einnig lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun sveitarfélagsins á næsta ári auk þriggja ára áætlunar Fjarðabyggðar frá 2026 til 2028. Þær áætlanir vera frekar rýndar og ræddar á næsta bæjarstjórnarfundi.