Áfram spáð vondu veðri á Austurlandi

Áfram er spáð vondu veðri á Austurlandi og Austfjörðum í dag. Gul veðurviðvörun tekur gildi síðdegis og gildir fram á nótt.

Á vefsíðu Veðurstofunnar segir að á Austurlandi að Glettingi er spáð suðvestan 18-23 m/s, og vindhviður staðbundnar yfir 35 m/s. Varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólki er bent á að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón. Gildir frá klukkan fimm í dag til klukkan 2 í nótt.

Á Austfjörðum er spáð suðvestan 18-23 m/s, og vindhviður staðbundnar yfir 35 m/s, einkum sunnantil. Varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólki er bent á að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón. Gildir frá klukkan þrjú í dag og fram til klukkan eitt í nótt.

Mynd: Landsbjörg.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar