Áfrýjar gæsluvarðhaldi til Landsréttar

Karlmaður, sem í gær var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af héraðsdómi Austurland hefur ákveðið að áfrýja úrskurðinum til Landsréttar. Hann er sakaður um tilraun til manndráps með að hafa stungið annan mann með hnífi.

Gísli M. Auðbergsson, verjandi mannsins, staðfesti ákvörðun mannsins um áfrýjun í samtali við Austurfrétt í dag. Ljóst er að hafa þarf hraðar hendur við áfrýjunina því frestur til hennar eru sléttir þrír sólarhringar frá uppkvaðningu. Sá frestur rennur því út seinni part sunnudags.

Gísli segist ekki geta tjá sig mikið um forsendur áfrýjunarinnar en bendir á að fjórar vikur í gæsluvarðhald sé langur tími í upphafi máls þegar rannsókn sé rétt að hefjast.

Farið var fram á gæsluvarðhaldið á þeim forsendum að maðurinn væri grunaður um tilraun til manndráps. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur lífshættulega særður á Landsspítalann. Hann er á batavegi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar