Agnes Joy á Seyðisfirði
Kvikmyndin Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur leikstjóra. Myndin hefur fengið miklar og góðar viðtökur frá því hún var frumsýnd núna í haust. Um helgina verður myndin sýnd í Herðubreið á Seyðisfirði.
Silja segir að myndin hafi að stórum hluta verið klippt á Seyðisfirði. „Krissi eða Kristján Kristján Loðmfjörð klippari myndarinnar býr hér. Við eyddum heilmiklum tíma hérna við klippivinnuna og fórum við að tala um það hvað það gæti verið gaman að sýna Austfirðingum myndina hérna,“ segir Silja leikstjóri myndarinnar.
Hún segir einnig að Kristján hafi líka misst af frumsýningunni fyrir sunnan og því hafi það verið önnur góð ástæða að sýna myndina hér.
„Það er líka gaman sýna myndina i Herðubreið, þessu fallega húsi sem hefur iðað af lífi undanfarið,“ segir Silja.
Í kynningartexta um segir að myndin fjalli um mæðgurnar Rannveigu og Agnesi sem búa á Akranesi ásamt föður Agnesar. Rannveig er í tilvistarkreppu, óánægð í starfi sínu fyrir fjölskyldufyrirtækið og hjónabandið komið á algera endastöð. Samband fjölskyldunnar einkennist af stjórnsemi og spennu og Agnes er í uppreisn.
Þegar leikarinn Hreinn, flytur í bæinn til þess að vinna að kvikmyndahandriti, heillast þau öll af honum, hver á sinn hátt og þroskasaga mæðgnanna hefst fyrir alvöru.
Einvalalið leikara í myndinni en aðalhlutverk fara Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Björn Hlynur Haraldsson, Donna Cruz, Kristinn Óli Haraldsson.
Í fréttatilkynningu segir að Agnes Joy verði sýnd tvisvar um helgina. Á laugardag og sunnudag. Silja og Kristján verða viðstödd sýninguna á laugardagskvöldið og munu sitja fyrir svörum og spjalla um myndina.
Boðið verður upp á léttar veitingar og frjálst flæði að sýningu lokinni.
Myndin verður sýnd með enskum texta bæði kvöldin.
Myndin Agnes Joy. Myndin er aðsend.