Ákærðir fyrir að smygla yfir 40 kílóum af fíkniefnum með Norrænu
Tveir erlendir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að reyna að smygla samtals tæpum 43 kílóum af fíkniefnum með Norrænu í byrjun ágúst.Annars vegar um að ræða hálf sjötugan þýskan ríkisborgara, hins vegar rúmlega fimmtugan Rúmena.
Efnin fundust í Austin Mini Cooper bifreið þeirra við komuna til Seyðisfjarðar að morgni 1. ágúst. Fíkniefnahundur lögreglunnar á Austurlandi lét vita af því að bíllinn væri grunsamlegur og fundust efnin eftir mikla leit í innanverðri farangursgeymslu bifreiðarinnar.
Þar voru falin hátt í 38 kg af amfetamíni og tæp fimm kíló af kókaíni. Samkvæmt ákæru munu mennirnir hafa flutt efnin frá Þýskalandi til Danmerkur og þaðan áfram til Íslands með ferjunni, ætluð til sölu.