Ákærðir fyrir að smygla yfir 40 kílóum af fíkniefnum með Norrænu

Tveir erlendir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að reyna að smygla samtals tæpum 43 kílóum af fíkniefnum með Norrænu í byrjun ágúst.

Annars vegar um að ræða hálf sjötugan þýskan ríkisborgara, hins vegar rúmlega fimmtugan Rúmena.

Efnin fundust í Austin Mini Cooper bifreið þeirra við komuna til Seyðisfjarðar að morgni 1. ágúst. Fíkniefnahundur lögreglunnar á Austurlandi lét vita af því að bíllinn væri grunsamlegur og fundust efnin eftir mikla leit í innanverðri farangursgeymslu bifreiðarinnar.

Þar voru falin hátt í 38 kg af amfetamíni og tæp fimm kíló af kókaíni. Samkvæmt ákæru munu mennirnir hafa flutt efnin frá Þýskalandi til Danmerkur og þaðan áfram til Íslands með ferjunni, ætluð til sölu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.