Ákærður fyrir berserksgang á heilsugæslu

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann sem gekk berserksgang á heilsugæslunni á Reyðarfirði í ágúst í fyrra fyrir árás á opinberan starfsmann og eignaspjöll.

Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi ítrekað sparkað í fótleggi og/eða skrifborðsstól sem lenti á fótum læknis sem hlaut meiðsli við það. Þá hótaði maðurinn lækninum lífláti frammi á gangi stöðvarinnar þar sem hann braut veggmynd og stól sem hann kastaði í hurð læknastofunnar sem skemmdist við það. Þá teygði hann sig inn um glugga og skemmdi gluggatjöld.

Sami maður er einnig ákærður fyrir að hafa hótað öðrum lækni lífláti fjórum mánuðum síðar í fangelsinu á Hólmsheiði. Brot mannsins geta varðað allt að sex ára fangelsi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar