Ákvörðun tekin um endurtalningu í fyrramálið

Ákvörðun um endurtalningu atkvæða í Fjarðabyggð verður tekin á morgun. Eitt atkvæði virðist hafa fellt meirihlutann.

„Yfirkjörstjórn kemur saman í fyrramálið og ákveður framhaldið. Búið er að innsigla og ganga frá kjörkössum með öllum atkvæðum,“ segir í svari stjórnarinnar við fyrirspurn Austurfréttar.

Eftir því sem næst verður komist óskaði Sjálfstæðisflokkurinn eftir endurtalningu. Samkvæmt útreikningum munaði einu atkvæði að þriðji maður þeirra, Ragnar Sigurðsson, tæki sæti af fjórða manni Fjarðalista, Einari Má Sigurðarsyni. Þetta eina atkvæði ræður því einnig hvort meirihlutinn falli eða standi.

Níu eru í bæjarstjórn og voru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur með meirihluta þar á síðasta kjörtímabili, þrjá menn hvor flokkur. Tilkoma Miðflokksins breytti miklu, listinn tók til sín tæp 17% og einn bæjarfulltrúa. Á sama tíma töpuðu báðir meirihlutaflokkarnir manni og Sjálfstæðisflokkurinn þriðjungi af fylgi sínu. Fjarðalistinn bætti hins vegar við sig manni og fylgi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.