Alcoa afhenti fjárstyrki í VA

sdc10418.jpg
Í morgun var styrkur afhentur til nýnema sem sótt höfðu um styrk til náms í grunndeild raf- og málmiðndeilda í Verkmenntaskóla Austurlands. 

Fjárstyrkur var veittur til fjögurra nýnema úr Alþjóða samfélagssjóði Alcoa til nýnema á raf- og málmiðnaðarbraut í VA. Um er að ræða styrk sem Alcoa Fjarðaál, Háskólinn í Reykjavík, VA og Þekkingarnet Austurlands sóttu um síðastliðið vor í Alþjóða samfélagssjóð Alcoa. Í umsókninni var sótt um fjárstyrk til að efla aðsókn grunnskólanemenda til náms í raf- eða málmiðngreinum við Verkmenntaskóla Austurlands.

Styrkurinn fékkst til þriggja ára og munu verðandi nemendur í umræddum iðngreinum fá tækifæri til að sækja um styrk næstu tvö árin. Því miður sótti engin stúlka um styrk né byrjaði í námi á umræddum brautum á þessu skólaári.

Það er gríðarlega mikilvægt að þessi möguleiki sé til staðar og þetta ætti að vera mikil hvatning fyrir unga verðandi framhaldsskólanemendur. Styrkupphæðin er 160.000 krónur á skólaárinu.

Þeir nemendur sem fengu styrk að þessu sinni voru þeir; Andrés Þorsteinsson, Kristófer Dan Róbertsson, Ármann Ingi Sigurðsson. Þess má geta að allir þeir eru á rafiðnaðarbraut. Að auki fékk Snæþór Ingi Jósepsson styrk á málmiðnaðarbraut.

 

sdc10415.jpgsdc10417.jpg

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.