Aldrei fleiri meðlimir í austfirskum golfklúbbum

Þó sitt sýnist hverjum um hvort nýliðið sumar austanlands hafi verið gott eða slæmt er óumdeilt að árið hefur verið gott austfirskum golfklúbbum. Meðlimafjöldinn aldrei nokkurn tímann verið meiri.

Þetta staðfesta meðlimatölur Golfsambands Íslands en samkvæmt þeim voru 451 einstaklingar skráðir í golfklúbba á Austurlandi sumarið sem nú er liðið. Það 9% fleiri en árið áður og hvorki meira né minna en tæplega 40% fleiri en skráðir voru í austfirska golfklúbba fyrir aðeins fjórum árum 2020.

Munar þar einna mest um kvenfólkið sem virðist hafa aukinn áhuga á íþróttinni sem kannski endurspeglar að nokkrir klúbbanna austanlands hafa sérstaklega gert sér far um að ná meira til kvenna. Það skilað sér í þeirri staðreynd að 2020 taldi kvenfólk í klúbbunum á Austurlandi aðeins 1.6% af heildarmeðlimafjölda. Hlutfallið 2024 hins vegar 22%.

Þrátt fyrir þetta er fjórðungurinn eftirbátur allra annarra landshluta þegar kemur að hlutdeild kvenna í golfi þar sem meðaltalið er rúmlega 30%. Langhæst á Norðvesturlandi þar sem hartnær 40% meðlima er kvenfólk en hlutfallið litlu síðra á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi eða um 35%.

Golfvellirnir á Austurlandi komu misjafnlega undan vetri þetta árið og drjúg rigningartíð setti strik í reikninginn en engu að síður fjölgun í klúbbunum. Mynd AE

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar