Alla Ámunda kafteinn Pírata

alla_amunda_pirati.jpg
Aðalheiður Ámundadóttir, lögfræðingur á Akureyri, leiðir lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningarnar í vor. Tilkynnt var um nöfn fimm efstu manna í dag.

Aðalheiður er fædd árið 1976 og ólst upp á Húsavík en býr í dag á Akureyri. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri í fyrra og hefur undanfarið sinnt ýmsum störfum við lagadeild skólans, meðal annars kennslu.

Hún sat áður í háskólaráði Háskólans á Akureyri,í stjórn Þjóðareignar, samtaka um auðlindir í almannaþágu og um tíma í framkvæmdaráði Dögunar. Hún er varamaður í Landsdómi.

Í sætunum á eftir henni eru í þessari röð: Þórgnýr Thoroddsen, Helgi Laxdal, Kristín Elfa Guðnadóttir og Bjarki Sigursveinsson.

Prófkjörum Pírata lauk á miðnætti í gærkvöldi og voru nöfn fimm efstu frambjóðenda í hverju kjördæmi tilkynnt í dag. Heildarlistar verða staðfestir á næstu dögum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar