Allir stoppaðir og látnir blása við Eiða: Klukkutíma töf á umferð

loggutekk_eidar_web.jpg

Miklar tafir urðu á umferð um Eiðaþinghá eftir hádegi í dag þegar lögreglan stöðvaði alla vegfarendur og lét þá blása. Flestir voru að koma af tónlistarhátíðinni Bræðslunni sem haldin var á Borgarfirði um helgina. Vegfarendur gagnrýna hvernig staðið var að aðgerðum lögreglunnar.

 

Lögreglubifreið var lagt á veginn við Eiðalæk og keilum komið þar fyrir eftir hádegið í dag. Þar var hver einasti bíll stöðvaður og bílstjórar látnir blása.

Sjónarvottar segja lengd raðarinnar hafa mælst í kílómetrum. Þeir sem skemmst biðu í röðinni voru í tuttugu mínútur en Agl.is hefur einnig heyrt í ferðalöngum sem biðu í allt að klukkutíma síðdegis. 

Aðgerðirnar virðast hafa mælst illa fyrir hjá mörgum vegfarendum sem gagnrýna að menn hafi ekki frekar verið stöðvaðir áður en þeir fóru frá Borgarfirði og öðrum leyft að komast leiðar sinanr á eðlilegum tíma. Biðin við Eiða fór illa í marga en um 20°C hiti var á Héraði í dag, glampandi sól og steikjandi hiti í bílunum.

Lögreglan sást á sveimi á Borgarfirði um nón og bauð bílstjórum upp á að blása áður en þeir fóru af stað. Ekki gafst öllum sem fyrr lögðu af stað kostur á að blása. Agl.is heyrði í nokkum sem sögðust hafa leitað að lögreglunni til að blása áður en þeir frá Borgarfirði en ekki fundið hana. Sá var látinn blása við Eiðar og var í lagi.

Vegalengdin frá Bakkagerði í Eiða er 57 kílómetrar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.