Alma farin frá Fáskrúðsfirði

alma_lvf.jpgFlutningaskipið Alma fór frá Fáskrúðsfirði að morgni laugardags til Akureyrar. Þar verður sett nýtt stýri á skipið og skemmdir á því kannaðar.

 

Það var norski dráttarbáturinn Stadt Valiant sem dró Ölmu af stað en skipið hefur legið við bryggju á Fáskrúðsfirði síðan 6. nóvember. Það missti þá stýrið er það var að sigla út frá Breiðafirði. Hoffell, skip Loðnuvinnslunnar, dró skipið til Fáskrúðsfjarðar

Alma er 97 metra langt skip, skráð í Limasson á Kýpur, en eigendur eru frá Úkraínu. Skráður eigandi flutningaskipsins er Armidia Shipping Company Limited.

Mynd: Gísli/lvf.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar