Álversrútan keyrði inn í snjóflóð

Vegurinn yfir Fagradal er lokaður eftir að snjóflóð féll á veginn þar í gær. Rúta með starfsmönnum Alcoa Fjarðaáls á leið til vinnu keyrði inn í flóðið. Engin slys urðu á fólki.

Þetta staðfestir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi álversins. „Rútan keyrir inn í lítið snjóflóð sem féll úr Grænafelli. Flóðið var fallið þegar rútan kom þannig í raun keyrir hún inn í skafl og festist.“

Rútan var að koma frá Egilsstöðum með starfsmenn sem áttu að mæta til dagvinnu. Starfsfólkinu var hjálpað í gegnum flóðið en vegurinn er lokaður og fer rútan því ekki upp eftir aftur með starfsmenn sem voru að klára næturvakt. Þeim hefur verið komið fyrir á Reyðarfirði.

Úrhellisrigning hefur verið á láglendi á Austurlandi í morgun og hvassviðri en snjókoma til fjalla. Ófært er til Seyðisfjarðar, Borgarfarðar og um Hróarstungu auk þess sem Fagridalur er lokaður. Þungfært er í Jökulsárhlíð og þæfingur á Jökuldal, Jökuldalsheiði og Vopnafjarðarheiði. Von er á að veðrið gangi niður og stytti upp í hádeginu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.