Annar Fáskrúðsfirðingurinn í röð kosinn formaður ungra framsóknarmanna

hafthor_eide_asta_hlin.jpg
Fáskrúðsfirðingurinn Hafþór Eide Hafþórsson var um síðustu helgi kosinn formaður Sambands ungra framsóknarmanna á sambandsþingi hreyfingarinnar sem haldið var í Reykjavík. Hann tekur við af öðrum Fáskrúðsfirðingi, Ástu Hlín Magnúsdóttur, sem gegnt hafði embættinu í ár.

Hafþór Eide er 22 ára nemi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur setið í varastjórn SUF síðasta ár og gengt trúnaðarstörfum innan Framsóknarflokksins.

„Við viljum tala fyrir því að allar hugmyndir að lausnum mála verði skoðaðar óháð pólitískum uppruna. Við munum leggja áherslu á bætt vinnubrögð og leggja okkar að mörkum að bæta umræðuhefðina sem hefur skapast í íslenskum stjórnmálum,“ segir Hafþór.
 
Aðrir í stjórn SUF úr Norðausturkjördæmi eru Guðmundur Gíslason, Örvar Jóhannsson og í varastjórn Ásta Hlín Magnúsdóttir, Aðalbjörn Jóhannsson og Aðalheiður Björt Unnarsdóttir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar