Appelsínugul viðvörun fyrir Austurland og Austfirði
Veðurstofa Íslands hefur gefið út nýja veðurspá og um leið hækkað viðvörunarstig í appelsínugult fyrir morgundaginn.Viðvörunin gengur í gildi fyrir Austurland að Glettingi klukkan sex í fyrramálið og lýkur klukkan átta annað kvöld. Á Austfjörðum gildir hún frá átta að morgni til tíu að kvöldi.
Spáð er stormi eða roki úr norðri, 20-28 m/s með snjókomu og skafrenningi en slyddu við sjávarsíðuna. Vind tekur að lægja eftir hádegi en áfram verður hríð fram á kvöld.
Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og tjón og/eða slysum ef aðgát er ekki höfð og ekkert ferðaverður er á meðan viðvörunin er í gildi. Íbúar eru minntir á að fylgjast vel með veðurspám.
Vegagerðin hefur ekki enn gefið út neinar áætlanir um lokanir á vegum. Hins vegar er búist við lokunum á mikilvægum leiðum utan fjórðungs, svo sem um Mývatnsöræfi og yfir Skeiðarársand fram á fimmtudagsmorgunn.
Ofanflóðadeild Veðurstofunnar telur nokkra hættu á snjóflóðum á Austfjörðum, sem er hættustig 2 af 5. Á svæðinu er skafsnjór ofaná harðpökkuðum gömlum snjó.