Arionbaki styður atvinnulífssýninguna Okkar samfélag

arion_atvinnulifssyning_undirritun_web.jpg

Í vikunni var undirritaður samningur milli Arion banka á Egilsstöðum og sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs um að bankinn verði einn af aðalbakhjörlum atvinnulífssýningarinnar Okkar samfélags sem haldin verður á Egilsstöðum 18. og 19. ágúst.

 

Sýningin Okkar samfélag er atvinnulífssýning og hafa rúmlega 60 fyrirtæki og stofnanir staðfest þátttöku. Markmiðið með sýningunni er m.a. að gefa fyrirtækjum og einstaklingum tækifæri til að kynna þær vörur og þjónustu sem þau bjóða uppá og sýna þann kraft og fljótbreytileika sem einkennir atvinnulífið á Fljótsdalshéraði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar