Árni Ólason nýr skólameistari ME

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Árni Ólason skólameistara Menntaskólans á Egilsstöðum til fimm ára, frá 1. ágúst 2016.

Árni hefur kennsluréttindi frá íþróttakennaraskóla Íslands og Cand Mag í heilsufræði og lífeðlisfræði frá Idrerhögskole NHI í Noregi. Hann hefur undanfarin ár gegnt stöðu áfangastjóra við Menntaskólann á Egilsstöðum og þar á undan stöðu kennslustjóra á íþróttabraut um árabil.

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Menntaskólann á Egilsstöðum rann út mánudaginn 8. apríl síðastliðinn en nýr skólameistari hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust átta umsóknir um stöðuna. Þrír umsækjendur valdir úr þeim hópi og boðaðir í viðtöl í mennta- og menningarmálaráðuneytingu í byrjun júní.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.