AST: Þorkell Pálsson ráðinn framkvæmdastjóri

thorkell_palsson.jpg

Þorkell Pálsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri væntanlegrar sjálfseignarstofnunar sem verður til við sameiningu austfirskra stoðstofnana (AST). Hann hefur meðal annars unnið hjá KEA og Eimskipum.

 

Í tilkynningu segir að Þorkell hafi „mikla reynslu af stjórnun fyrirtækja og verkefna. Hann hefur undanfarin 14 ár starfað sem stjórnunar- og rekstrarráðgjafi og hefur unnið að alþjóðaviðskiptum, endurskipulagningu fyrirtækja og breytingastjórnun. Auk starfa sinna á Íslandi hefur hann um 12 ára skeið starfað í fjórum öðrum löndum.”

Þorkell er fæddur 14. ágúst árið 1952. Hann er menntaður viðskiptafræðingur með meistaragráðu í stjórnun. Þorkell var meðal annars framkvæmdastjóri Iceandic Marketing USA sem var dótturfélag KEA, stofnað til að selja íslenskt vatn í Bandaríkjunum. Áður var hann fulltrúi kaupfélagsstjóra KEA, framkvæmdastjóri Hosby-húsa og starfaði að markaðsmálum hjá Álafossi. Þá var hann ráðinn framkvæmdastjóri litháíska skipafélagsins Kursiu Linija eftir að Eimskip keypti þar ráðandi hlut árið 2006.

„Það er mikill styrkur fyrir verkefnisstjórn AST að fá Þorkel Pálsson til að leiða þetta verkefni,” segir Valdimar O. Hermannsson, formaður verkefnisstjórnarinnar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. „Hann hefur mikla reynslu af stjórnun flókinna breytinga og þekkingu á aðstæðum landsbyggðarinnar. Sú reynsla mun án efa nýtast Austurlandi vel í þeim stóru verkefnum sem framundan eru.“

Gert er ráð fyrir að stofnfundur AST verði haldinn í maí. Alls sóttu 24 um stöðuna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.