Atvinnumálaráðstefna á Héraði: Auðlindir og atvinnusköpun

Róbert Guðfinnsson, Ragna Árnadóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir eru á meðal frummælenda á atvinnumálaráðstefnu sem haldin verður á vegum sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs á morgun.


Á ráðstefnunni verður athyglinni beint að tækifærum svæðisins og horft fram á við með almennum og sértækum hætti. Fyrirlesarar verða frá atvinnulífinu, stoðstofnunum og samtökum þess auk þess sem tveir ráðherrar munu taka þátt í ráðstefnunni. Að loknum framsögum er gert ráð fyrir umræðum.

Dagskrá:

Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs / Setning
Guðmundur Sveinsson Kröyer, formaður atvinnu- og menningarnefndar / Sveitarfélagið mitt
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra / Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins / Öflugur iðnaður – gott líf
Ívar Ingimarsson, ferðaþjónustuaðili / Draumalandið Austurland
Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði / Gömul gildi í nýjum búningi
Eymundur Magnússon, frumkvöðull og eigandi Móður Jarðar ehf á Vallanesi / Lífræn ræktun í 30 ár

Léttur hádegisverður í boði Fljótsdalshéraðs

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra / Ávarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar / Fjölbreytt tækifæri fyrir íslenska orku
Garðar Eyjólfsson, vöruhönnuður og fagstjóri við Listaháskóla Íslands / Maður, náttúra, rannsóknir og miðlun
Arnar Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá fjárfestingarsviði Íslandsstofu / Bein erlend fjárfesting og hlutverk landshluta

Ráðstefnan hefst klukkan 10:00 og er haldin í Valaskjálf.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.