Aukin sérhæfing hjá Rafteymi

rafteymi_serhaefing.jpg
Þrír starfsmenn Rafteymis fóru nýverið á námskeið hjá Kendler til að sérhæfa sig í vinnum í möstrum. Með því fæst aukin sérhæfing hjá fyrirtækinu í þjónustu við fjarskiptafyrirtæki.

Starfsmenn Rafteymis starfa meðal annars við mastravinnu fyrir Mílu, RUV og Vodafone, á Austurlandi. Með námskeiðum af þessu tagi er lagður hornsteinn að því að einungis séu sérhæfðir starfsmenn í vinnu í möstrum og um leið tryggt öryggi starfsmanna Rafteymis. Jafnframt er viðbragðstími og þekking við erfiðar aðstæður til viðgerða stóraukin. 

Þrír starfsmenn Rafteymis fóru á námskeiðið: Sigurður Birkir (rafeindavirki), Jonathan Sharam (rafvirki) og Teitur (rafvirkjanemi).

Rafteymi sinnir meðal annars viðhaldi á langbylgjumastrinu á Eiðum fyrir RÚV. Fyrirtækið hefur einni sett upp örbylgjusamband við Mílu, haldið við GSM stöðvum og dreifikerfi Digital Ísland fyrir Vodafone.

„Þessi vinna krefst sérhæfingar sem meðal annars er fenginn með námskeiðssetu af þessu tagi ásamt því fá að starfa með starfsmönnum fjarskiptafyrirtækjanna. Þar er mikil reynsla sem mikilvægt er að nálgast þegar kemur að rekstri fjarskiptakerfanna á Austurlandi,“ segir í frétt frá Rafteymi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.