Austfirðingar duglegastir að þiggja örvunarsprautu
Rétt tæplega 28 prósent Austfirðinga hafa þegar þegið örvunarsprautu vegna Covid-19 faraldursins sem er langt umfram stöðuna í öðrum landshlutum.
Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is en heildarhlutfall Austfirðinga sem hafa verið fullbólusettir og fengið örvunarsprautu stendur í 77 prósentum. Heildarfjöldinn á svipuðu róli og annars staðar í landinu.
Austfirðingar þó verið miklu duglegri að þiggja þriðja skammtinn af bóluefni en aðrir hingað til. Rúmlega þrjú þúsund manns, 28%, þegar fengið þann skammtinn meðan aðeins rúmlega 17% fólks á Suðurlandi hefur fengið þrjár sprautur en það sá landshluti sem næst kemur í röðinni.
Alls eru 24 í einangrun austanlands og 33 til viðbótar í sóttkví.