Austfirðingar vilja gera hlutina rétt

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi segir að almennt virðist bæði íbúar og atvinnurekendur leggja sig fram um að fara eftir sóttvarnareglum.

Í tilkynningu aðgerðastjórnar kemur fram að lögregla hafi markvisst eftirlit með hvernig reglunum sé framfylgt.

Ábendingum um meint brot er fylgt eftir og leiðbeint þar sem þess er þörf. Viðbrögðin bendi til þess að allir séu áfram um að gera hlutina vel og rétt.

Tveir einstaklingar eru í einangrun með virkt smit í fjórðungnum en ekki nema einn í sóttkví.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar