Austfirðingar treysta nýju ríkisstjórninni best

Austfirðingar treysta nýrri ríkisstjórn best ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar. Það er þó ekki þar með sagt að traustið sé mikið.


Þetta kemur fram í könnun sem Maskína birti í dag.

Samkvæmt henni bera 36,8% Austfirðinga mikið traust til ríkisstjórnarinnar, 10,3% segja það í meðallagi en 52,9% bera lítið traust til hennar.

Til samanburðar má nefna að 25,4% landsmanna bera mikið traust til stjórnarinnar en 65,6% bera lítið traust til hennar.

33,2% Austfirðinga bera mikið traust til Sigurðar Inga Jóhannssonar sem forsætisráðherra en 50% treysta honum ekki. Á landsvísu treysta 19,6% honum en 65,9% treysta honum ekki.

Traust til Bjarna Benediktssonar á Austurlandi mælist 35,4% en 47,6% vantreysta honum. Á landsvísu treysta 25,9% honum en 61,7% bera lítið traust til hans.

Vantraustið er mest í höfuðborginni en úr því dregur eftir því sem kemur út á land.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.