Austfirðingar slegnir: Nöfn þeirra sem létust af slysförum á Austurlandi í gær

Austfirðingar eru slegnir eftir atburði gærdagsins þar sem stúlka á átjánda ári fórst í bílslysi á Fagradal og rúmlega fertugur karlmaður dó í vinnuslysi á Djúpavogi. Bænastund verður þar í kvöld.

 

Viðbrögð Austfirðinga hafa meðal annars verið sterk á samskiptavefnum Facebook. Margir hafa þar lýst yfir samúð sinni með þeim sem eiga um sárt að binda eftir gærdaginn eða minnst þeirra sem fórust á einn eða annan hátt. Brottfluttir Austfirðingar hafa margir hverjir látið vita af því að hugur þeirra sé á heimaslóðum.

Stúlkan sem fórst í umferðarslysi á Fagradal í gær hét Þorbjörg Henný Eiríksdóttir og bjó á Eskifirði. Hún var á átjánda aldursári.

Maðurinn sem fórst í vinnuslysi á Djúpavogi hét Jón Ægir Ingimundarson. Hann var 41 árs gamall og lætur eftir sig sambýliskonu og tvö börn. Bænastund verður haldinn í Djúpavogskirkju klukkan 18:00 í kvöld.

Rangt var farið með nafn Jóns Ægis í fyrri útgáfu fréttarinnar. Agl.is biðst velvirðingar á þeim leiðu mistökum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.