Skip to main content

Austfirskir sundstaðir undirmannaðir

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. sep 2012 23:56Uppfært 08. jan 2016 19:23

haust.gif
Heilbrigðiseftirlit Austurlands áminnir sundstaði um að fylgja reglum um sundlaugarvörslu. Eftirlitinu er víða ábótavant í fjórðungnum.

Í bókun frá síðasta fundi heilbrigðisnefndar segir að eftirlitinu hafi borist ábendingar um að sundlaugarvörslu hafi verið ábótavant í sumar. Slíkt sé brot á lögum um sund og baðstaði og sé „litið mjög alvarlegum augum.“

Helga Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri HAUST, segir að eftirlitinu hafi borist ábendingar um að starfsmenn þyrftu stundum að vera einir í vörslu. Á því hafi verið tekið. Menn geri sér grein fyrir að erfitt sé í rekstri lítilla sundlauga að manna þannig að alltaf séu tveir baðverðir á vakt.

Í reglugerð segir að á sund- og baðstöðum skuli alltaf vera laugarvarsla meðan gestir séu í laug. Starfsmenn sem sinni laugargæslu eiga að fylgjast stöðugt með gestum í laug og laugarsvæði og ekki sinna öðrum starfi samhliða. Fyrir stærri og flóknari sundlaugar er þess krafist að alltaf séu minnst tveir laugarverðir við gæslu.