Austfirskt byggðasamlag um félagsþjónustu
Samþykkt var að stofna eitt austfirskt byggðasamlag utan um félagsþjónustu og þjónustu við fatlaða á aukaaðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi á Fáskrúðsfirði í dag.
Áfram verða skilgreind tvö þjónustusvæði. Málefni fatlaðra flytjast frá ríki til sveitarfélaga um næstu áramót.
Hugmyndir eru um að fleiri verkefni, meðal annars á sviði heilbrigðis- og menntamál, verði síðar færð undir byggðasamlagið.