Awesome guðsþjónusta á Vopnafirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. mar 2010 18:00 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Poppmessa verður haldin á Vopnafirði á sunnudag í tilefni æskulýðsdags kirkjunnar. Rokkhljómsveit spilar í messunni og krakkar úr Kýros, æskulýðsfélagi Vopnafjarðarkirkju, skreyta kirkjuna og sjá um stóran hluta messunnar.
Eftir „awsome guðsþjónustu,“ eins og segir í tilkynningu stendur félagið fyrir kaffisölu til styrktar munaðarlausum börnum í Úganda. Messan hefst klukkan 14:00