Axarvegur loks opnaður á ný
Vegagerðin stefnir að því að opna fjallveginn yfir Öxi í dag en hann hefur meira og minna verið lokaður síðan snemma í vetur.
Nokkuð snjóaði víða austanlands í nótt og er hálka og eða snjóþekja á flestum vegum fjórðungsins en engin ófærð.
Mikið er um hreindýr við vegi sem vegfarendur ættu að gæta sína á. Tilkynnt hefur verið um hópa hreindýra við vegi í Jökuldal, Álftafirði, Berufirði og Hamarsfirði.