Bætt við tímum í skimun
Heilbrigðisstofnun Austurlands hafa borist fleiri pinnar til að taka covid-19 sýni. Fleirum býðst því að skráð sig í rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á útbreiðslu veirunnar í íslensku samfélagi.Upphaflega fékk HSA 1000 sýnatökupinna. Opnað var fyrir tímapantanir í gær og bókuðust allir tímar upp um klukkutíma í gær.
Nú hafa borist fleiri pinnar. Því hefur verið bætt við tímum á sunnudag og mánudag, 5. og 6. apríl.
Byrjað verður að bóka tímana í kvöld klukkan 19:00 í kvöld, föstudag. Bókunin fer fram í gegnum sérstakan vef. Slóðin fyrir Egilsstaði er bokun.rannsokn.is/q/egils en fyrir Reyðarfjörð bokun.rannsokn.is/q/reydisfj
Á Egilsstöðum fer sýnatakan fram í Samfélagsmiðjunni, áður Blómabæ og Fóðurblöndunni að Miðvangi 31.
Á Reyðarfirði verður hún í Molanum, Hafnargötu 2. Gengið er inn frá bílastæði hægra megin við aðalinngang, gegnt Sesam brauðhúsi.