Skip to main content

Íbúðalánasjóður eignast 65 íbúðir á Reyðarfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. mar 2010 14:00Uppfært 08. jan 2016 19:21

Íbúðalánasjóður eignaðist í dag 65 íbúðir við lokasölu íbúða í Melgerisblokkunum fjórum á Reyðarfirði.

melgerdisblokk_aa.jpgEftir lokasöluna í dag á Íbúðalánasjóður á nú alls um 180 íbúðir á Austurlandi. 65 íbúðir komu inn til íbúðalánasjóðs á Reyðarfirði í dag eins og áður sagði. Í síðustu viku eignaðist sjóðurinn 56 íbúðir á einu bretti í Kirkjugarðsblokkunum þremur á Egilsstöðum.   Fyrir átti Íbúðalánasjóður um 60 íbúðir víðs vegar um Austurland.

Fram kom í máli Guðmundar Bjarnasonar forstjóra Íbúðalánasjóðs í fréttum Ríkisútvarpsins í dag að ekki komi til greina að setja þessar íbúðir á sölu í einu lagi. Nú verði markaðurinn kannaður áður en til sölu kemur og kannað hvort áhugi sé fyrir kaupum á þessum íbúðum.